PERSÓNUVERNDARSTEFNA
Okkur hjá BagBee farangursþjónustunni er umhugað um trúnað við viðskiptavini okkar. Persónuverndarstefna þessu útlistar hvernig við meðhöndlum notendaupplýsingar þær sem settar eru inn á vef BagBee.
Upplýsingasöfnun
Við heimsókn á vefsíðu BagBee, söfnum við upplýsingum um gerð tækis þíns, vafra og IP tölu. Það fer fram rafræn skráning á vafrahegðun og vafrakökur hjálpa okkur við að bæta vefinn sem og veita betri notendaupplifun. Í skráningar- og bókunarferlinu, tökum við niður nafn, netfang og símanúmer og notum þær upplýsingar til að auka þjónustuna, svara fyrirspurnum og í áminningarpóstum um vörur okkar og þjónustu.
Upplýsinganotkun
BagBee notar upplýsingarnar til að bæta vefsíðu okkar og veita betri notendaupplifun. Við gætum einnig notað upplýsingarnar þínar til að senda þér uppfærslur um vörur okkar og farangursþjónustu á grundvelli upplýsinganna sem þú gafst upp á vefsíðunni okkar. Við deilum ekki upplýsingum þínum með þriðja aðila, nema samkvæmt lögum eða til að vernda réttindi okkar og hagsmuni. Við gætum deilt upplýsingum þínum með vefþjónustuaðilum okkar.
Öryggi
Við tökum upplýsingaöryggi alvarlega og höfum gert ráðstafanir til að vernda upplýsingar gegn óviðkomandi aðgangi, breytingum eða eyðingu. Engar öryggisráðstafanir geta hins vegar veitt algjöra vernd. Þess vegna getum við ekki ábyrgst algert öryggi upplýsinga þinna.
Breytingar á persónuverndarstefnunni
Persónuverndarstefna þessi getur tekið fyrirvaralausum breytingum. Ef BagBee gerir efnislegar breytingar á þessari stefnu munum við láta þig vita með því að birta tilkynningu á vefsíðu okkar eða með tölvupósti.
Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi persónuverndarstefnuna, vinsamlegast hafðu samband við okkur á bagbee@bagbee.is.