SKILMÁLAR

Bagbee ehf, Bjargargötu 1, 102 Reykjavík. kt: 471122-1220, áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum fyrirvaralaust.

BÓKANIR

Með því að halda áfram bókunarferlinu samþykkir þú þessa skilmála.

Bókun er staðfest þegar bókunarstaðfesting hefur verið send á netfangið í bókuninni.

Við áskiljum okkur rétt til að hafna bókunum. Ef svo er, mun verða send tilkynning í tölvupósti þess efnis.

BREYTINGAR OG AFBÓKANIR

Hægt er að afpanta allar bókanir eða breyta þeim án endurgjalds allt að 24 klukkustundum áður en farangurinn er sóttur.

Vegna ófyrirséðra aðstæðna, áskilur BagBee sér rétt til að afbóka þjónustuna og mun tilkynna það fyrirvaralaust.

SKYLDUR VIÐSKIPTAVINA

Viðskiptavinur ábyrgist að hann hafi heimild til að meðhöndla farangurinn og innihald hans.

Viðskiptavinur ábyrgist að farangurinn innihaldi ekki óheimila hluti.

Upplýsingar verða að vera nákvæmar og fullnægjandi og viðskiptavinur skal leggja fram fullnægjandi skjöl og upplýsingar þegar farangur er sóttur.

Viðskiptavinur er ábyrgur fyrir því að slá inn réttar upplýsingar sem nauðsynlegar eru fyrir BagBee til að þjónustan geti farið fram.

VERÐ OG GREIÐSLA

Verð þjónustunnar er skv. verðskrá sem er í gildi á þeim tíma sem bókun fer fram.

Greitt er fyrir farangursþjónustuna fyrirfram.

FARANGURSÞJÓNUSTA

Farþegi verður að vera viðstaddur við farangursafhendinguna á tilskildum tíma. Framvísa þarf brottfararspjaldi ásamt vegabréfi.

Farangursheimild með viðkomandi flugfélagi þarf að vera til staðar

Ef misbrestur verður á ofangreindu, áskilur BagBee sér rétt til að hætta við innritunina og hverfa á brott án farangursins. Ekki verður endurgreitt í slíkum tilfellum.

FARANGUR

Allur farangur verður að uppfylla kröfur viðkomandi flugfélags.

BagBee áskilur sér rétt til að hafna innritun farangurs sem passar ekki innan reglna flugfélagsins eða öryggiskrafna, eða ef BagBee hefur rökstuddan grun um að innritun farangursins verði hafnað.

ÖRYGGI

Vegna öryggiskrafna, gæti farangurinn þinn verið skimaður af starfsfólki okkar eða undirverktökum.

Farangurinn þinn verður ekki opnaður og/eða leitað í honum af starfsfólki okkar eða fyrir okkar hönd án þíns samþykkis nema ef þess sé krafist af tollyfirvöldum, flugmálayfirvöldum, lögreglu eða öðru eftirlits- eða stjórnvaldi eða flugvallaryfirvöldum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR

Með því að bóka þjónustu BagBee eða fara í gegnum bókunarferlið, samþykkir þú að við megum vinna úr uppgefnum upplýsingum í samræmi við persónuverndarstefnu okkar.

ÓVIÐRÁÐANLEGAR AÐSTÆÐUR (FORCE MAJEURE)

Ef upp koma óviðráðanlegar aðstæður, geta ábyrgð og skyldur BagBee fallið niður að hluta til eða öllu leyti.

ÁBYRGÐ

BagBee ber enga ábyrgð á tapi eða skemmdum á hlutum sem óheimilir eru í farangri. Ábyrgð á farangurstjóni eða á týndum farangri lýtur sömu skilmálum og hjá viðkomandi flugfélagi.

Til þess að fá bætur vegna tjóns á farangri þarf farþegi að rökstyðja raunverulegt verðmæti farangurs og/eða sýna fram á innihalds hans.

Við berum ekki ábyrgð á tjóni sem orsakast af því að fylgja lögum, reglugerðum, fyrirmælum eða kröfum stjórnvalda.

TRYGGINGAR

BagBee tryggir ekki einstaka farangur enda ekki til staðar upplýsingar um innihald hans eða verðmæti. Viðskiptavini er í sjálfavald sett hvort farangur sé tryggður eður ei.

TILKYNNINGAR

Allar tilkynningar skulu vera skriflegar og sendar á eftirfarandi heimilis- eða netfang:

Bagbee ehf. Heimilisfang: Bjargargata 1, 102 Reykjavík (Groska). netfang: bagbee@bagbee.is

BREYTINGAR Á SKILMÁLUM

BagBee áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum án fyrirvara.

HUGVERKARÉTTUR

Öll vöruheiti, vörumerki og upplýsingar eru í eigu BagBee. Eigi má nota framangreint í tengslum við utanaðkomandi vöru eða þjónustu, eða á nokkurn hátt sem líklegur er að valda ruglingi.

LÖGSAGA

Skilmálar þessir eru skv. íslenskum lögum og skal málaflutningur vera háður fyrir héraðsdómi Reykjavíkur.